Ferð eldriborgara í Reykjanesbæ tókst einstaklega vel!

by Nov 9, 2016Blogg

Ferð eldriborgara í Reykjanesbæ tókst einstaklega vel!

Í liðinni viku fóru eldriborgarar í Laugarneskirkju í heimsókn í Reykjanesbæ.
Ferðin hófst á að skoða Víkingasafnið í Njarðvík en það er hvað
þekktast fyrir hið stórkostlega víkingaskip Íslending. Í Víkingasafninu
borðuðum við súpu og brauð og fengum kaffi frá hinu eina sanna
suðurneskjakaffi – Kaffitári. Að þessu loknu lá leiðin í Rokksafn Íslands
þar sem skoðaðir voru glitrandi búningar Páls Óskars, trommusett Gunnars
Jökuls í Trúbrot og margt fleira úr popp- og rokksögu Íslands. Í lokin var
keyrt út að Garðsskagavita þar sem Jónína og Davíð Þór buðu uppá kaffi og
kleinur um borð í rútunni. Leiðsögumaður ferðarinnar var okkar eini sanni
Jón R. Hjálmarsson, fyrrum fræðslustjóri. Jón fór með margskonar fróðleik
um svæðið sem farið var um, flutti kveðskap og sagði skemmtisögur. Við
þökkum Jóni kærlega fyrir aðstoðina.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna góðu vinir.