Jólasamvera eldriborgara í Laugarneskirkju 14. desember

by Dec 10, 2016Blogg

Þann 14. desember næstkomandi verður síðasta samvera í eldriborgarastarfinu í Laugarneskirkju fyrir jól. Við hefjum stundina uppi í kirkju þar sem Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Arngerður María organist syngja jólin inn með okkur. Í lok stuttrar helgistundar, í umsjá Jónínu röltum við svo niður í safnaðarheimili þar sem Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir ætlar að lesa fyrir okkur uppúr nýútkominni bók sinni – Samskiptaboðorðin. Við endum svo stundina á kaffisamsæti og góðu spjalli eins og venjulega. Stundin hefst kl. 13:30 uppi í kirkju.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest og hvetjum ykkur til að bjóða með ykkur gestum.