Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 2017

by Mar 3, 2017Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Við fögnum æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar saman næstkomandi sunnudagsmorgun kl.11:00 í fjölskylduguðsþjónustu í Laugarneskirkju.
Þar munu ýmsir hópar úr barna- og unglingastarfi kirkjunnar koma fram. Kirkjuflakkarar sýna frumsamið leikrit, unglingahljómsveitin Neon tekur lagið, kirkjuprakkarar syngja, Harðjaxlar sýna bænaplakat og Hjalti og Rebbi eiga samtalsprédikun – svo eitthvað sé nefnt.
Í safnaðarheimilinu, í messukaffinu að lokinni stundinni mun Gestur, ungur töframaður úr hverfinu, sýna spilagaldra í safnaðarheimilinu meðan Ragnhildur Björt spilar ljúfa tóna á píanóið og meðlimir Óðamálafélagsins sýna improv-leiklist.
Það er því ljóst að framundan er lifandi og skemmtileg stund.

Síðar sama dag munu Breytendur á Adrenalíni bjóða til kvikmyndasýningar í safnaðarheimilinu, en þar verður horft á hinu áhrifuríku heimildarmynd Before the Flood. Boðið verður upp á léttar veitingar.