Krílasálmanámskeið í Hallgrímskirkju

by Mar 15, 2017Blogg, Forsíðufrétt

Krílasálmar er tónlistarnámskeið fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Það er spilað á ýmis hljóðfæri og sungið fyrir þau, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra.

Krílasálmanámskeiðið er samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Laugarneskirkju. Síðasta námskeið vetrarins verður í Hallgrímskirkju og hefst fimmtudaginn 16. mars.

Námskeiðið fer fram á fimmtudögum kl. 13 til 14 og stendur í 6 vikur.

Leiðbeinendur eru Arngerður María Árnadóttir, organisti Laugarneskirkju og Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á arngerdur@laugarneskirkja.is eða inga@hallgrimskirkja.is. Námskeiðisgjald er 5000 kr.