Páskar í Laugarneskirkju

by Apr 7, 2017Blogg, Forsíðufrétt

Skírdagur

Messa í Laugarneskirkju kl. 20.00.
Sameiginleg messa Laugarneskirkju og Áskirkju þar sem Sr. Davíð Þór Jónsson og sr. Sigurður Jónsson þjóna fyrir altari. Söngsveitin Fílharmónía flytur Requiem e. Gabriel Fauré undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Arngerðar Maríu Árnadóttur. Einsöngvarar eru Kristrún Friðriksdóttir og Valdimar Hilmarsson.

Föstudagurinn langi

Útvarpsmessa í Áskirkju kl. 11.00.
Sameiginlega messa Laugarneskirkju og Áskirkju þar sem Sr. Davíð Þór Jónsson og sr. Sigurður Jónsson þjóna. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Arngerðar Maríu Árnadóttur.

Messa í Hátúni 12 kl. 13.00. Í Betri stofunni 2. hæð.
Sr. Davíð Þór Jónsson, Arngerður María Árnadóttir og félagar úr kór Laugarneskirkju.

Messa í hjúkrunarheimilinu Sóltúni kl. 14.00. Sr. Davíð Þór Jónsson og Jón Jóhannsson djákni þjóna. Arngerður María Árnadóttir og félagar úr kór Laugarneskirkju.

Terminator-maraþon í safnaðarheimili Laugarneskirkju  Kl. 15.00.Sýndar verða kvikmyndirnar Terminator (1984), Terminator 2: Judgment Day (1989) og Terminator: Salvation (2009). Fyrir hverja mynd flytur Sr. Davíð Þór Jónsson örstutt erindi um trúar- og biblíustef í myndunum. Opið hús allan tímann. Ókeypis aðgangur.

 Páskadagur

Hátíðarguðsþjónusta í Laugarneskirkju kl. 8.00.
Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari, kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Kaffi, rúnstykki og samvera í Safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Páskahátíð sunnudagaskóla Laugarneskirkju og Áskirkju í Húsdýragarðinum. Kl. 11.00. Tónlist, leikir og fræðsla. Sr. Sigurður Jónsson og Sr. Davíð Þór Jónsson ásamt sunnudagaskólakennurum.
Aðgangur er ókeypis og í dagskrárlok munu kanínurnar líta við í heimsókn til okkar og börnin fá tækifæri til að heilsa upp á þær og klappa. Allir velkomnir!