Vorferð eldriborgara 26. apríl

by Apr 19, 2017Blogg, Forsíðufrétt

Heimsókn eldriborgara á Bessastaði 26. apríl

Vorferð eldri borgara í Laugarneskirkju verður 26. apríl. Að þessu sinni verður farið á Bessastaði þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson tekur á móti okkur. Lagt verður af stað með rútu frá kirkjunni kl. 13:00 stundvíslega en heimsóknin á Bessastöðum hefst kl. 13:30. Að henni lokinni liggur leiðin á Álftanes Kaffi að Breiðumýri þar sem við fáum okkur kaffi og kökur. Kostnaður er 2000 kr. á mann.

Áætlaður komutími til baka í Laugarneskirkju er kl. 16:45.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Bestu kveðjur,
Jónína