Fjallræðan verður umfjöllunarefni Queen messu sem flutt verður í Laugarneskirkju kl. 17:30 þann 20. maí n.k. en þar mun Jón Jósep Snæbjörnsson flytja þekkt lög Queen við íslenskan texta ásamt hljómsveit og Kór Keflavíkurkirkju.

Sr. Davíð Þór Jónsson mun leggja stuttlega út frá stefum fjallræðunnar á milli laga.

Miðasala fer fram við innganginn og er miðaverð kr. 1.500 – ekki er posi á staðnum.