Laugarnes á ljúfum nótum 2017

by May 19, 2017Blogg, Forsíðufrétt

Vorhátíðin Laugarnes á ljúfum nótum fór fram við Laugarneskirkju sunnudaginn 14.maí síðastliðinn. Fjölmargir þjónustuaðilar í hverfinu koma að hátíðinni á ári hverju og skapa með samtakamætti líflega hátíð.
Dagskráin í var enda sérstaklega lífleg; leikskólarnir Hof og Laugarsól buðu upp á myndlistarsýningar í safnaðarheimili kirkjunnar og umhverfis hana, Þróttarar kenndu boltatækni, frá Ármanni kom Tae Kwon Do sýning, Skólahljómsveit Austurbæjar, Skólakór Laugarnesskóla, Kirkjukór Laugarneskirkju og hljómsveitin Neon fluttu tónlist, Skjöldungar og Hjálparsveitin buðu upp á áhættuatriði með prestinn okkar, Sr. Davíð Þór, í aðalhlutverki, Laugalækjarskóli bauð upp á útiskák, foreldrafélög grunnskólanna sáu um veitingar og lengi mætti áfram telja.
Gleðilegur dagur í Laugarneshverfi sem sannaði enn á ný hvað það getur margt gott ræst þegar fólk kemur saman og gefur af sér.
Það má sjá fleiri myndir frá hátíðinni á facebook síðu vorhátíðarinnar:
https://www.facebook.com/laugarnesaljufumnotum/

 

https://www.facebook.com/laugarnesaljufumnotum/