Haustferð eldriborgara 12. október

by Sep 29, 2017Blogg, Forsíðufrétt

Haustferð eldriborgara í Laugarneskirkju, 12. október 2017

 Lagt verður af stað frá Laugarneskirkju kl. 13:15 og stefnt að heimkomu ekki síðar en kl. 18:00.

Keyrður verður Hvalfjarðarhringur og komið við í Brynjudal og Botnsdal. Stoppað verður í Saurbæ þar sem sr. Kristinn Jens Daníelsson mun taka á móti okkur og segja frá Hallgrími Péturssyni og kirkjustaðnum.

Komið verður við á kaffihúsi á heimleið.

Skráning fer fram í samveru 28. september og í síma kirkjunnar.
Nánari upplýsingar munu birtast hér þegar nær dregur.
Einnig má hringja í Jónínu til að fá frekari upplýsingar.