Heilsutvenna í Laugarneskirkju

by Sep 15, 2017Blogg

Á þriðjudagskvöldum í Laugarneskirkju verður í vetur boðið upp á tvíþætta dagskrá með það að markmiði að uppörva, næra og styrkja hinn innri mann.

Boðið verður upp á Kyrrðarbæn frá kl.19:30 – 20:00 í kirkjunni.
Frá kl.20:00 – 21:30 verður í boði hópastarf í safnaðarheimili kirkjunnar. Unnið verður í anda Pílagrímaaðferðarinnar.

Kyrrðarbæn og aðferð Pílagríma eru leiðir sem henta vel þeim sem hafa stundað 12 sporastarf og vilja víkka iðkun sína á 10. og 11. sporinu. Starfið hentar einnig þeim sem ekki hafa reynslu af 12.Sporastarfi.
Þriðjudagana 19. og 26. september kl. 19:30 verða haldnir kynningarfundir. Allir hjartanlega velkomnir!

Kyrrðarbæn (e. Centering Prayer) er íhugunaraðferð sem byggir á aldagamalli hefð. Hún felur í sér bæn án orða og innra samþykki iðkandans til að þiggja nærveru Guðs og starf hans hið innra. (https://kristinihugun.is/tag/kyrrdarbaen/)
Pílagrímafundirnir byggja á aðferð sem dr. Greg Aikens og sr. Bjarni Karlsson hafa þróað þar sem markmið þátttakenda er að styðja hvern annan í því verkefni að lifa ósviknu andlegu lífi. Í viku hverri setjast saman félagar og eiga samtal og sjálfsskoðun á jafningaforsendum eftir ákveðinni forskrift. Pílagrímasamfélagið byggir á þremur heilögum venjum: Biblíulestri, heiðarlegu samtali og fyrirbæn.

Frekari upplýsingar veitir Hjalti Jón Sverrisson: hjaltijon@laugarneskirkja.is