Starf eldriborgara

by Sep 13, 2017Blogg, Forsíðufrétt

Fyrsta samvera eldriborgara haustið 2017, fimmtudaginn 14. september kl 13:30

Starfið leiðir Jónína Ólafsdóttir, guðfræðingur ásamt þjónustuhóp kirkjunnar.

Þennan fimmtudag ræðum við dagskrá annarinnar og hristum okkur saman.
Jónína les úr ljóðabók Jóns úr Vör, Þorpinu og Sr. Davíð Þór spjallar við okkur.
Lísa organisti spilar undir söng.

Samverurnar eru í safnaðarheimilinu annan hvern fimmtudag frá 13:30 til 15:30.

Komum og eigum gott og uppbyggjandi samfélag saman.
Tilvalið að bjóða með sér gestum.