Tónar Lífsins í Laugarneskirkju

by Sep 18, 2017Blogg, Forsíðufrétt

Tónar Lífsins í Laugarneskirkju
Nemar í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum efna til góðgerðartónleika í Laugarneskirkju miðvikudagskvöldið 20. september klukkan 20:00 til 21:00. Húsið opnar klukkan 19:30.

Fram koma:
* BAK tríóið sem er skipað þeim Baldri Ketilssyni gítarleikara, Kristínu Sigurjónsdóttur fiðluleikara og Sveini Arnari Sæmundssyni organista.
* Tindatríóið sem er skipað þeim Atla Guðlaugssyni, Bjarna Atlasyni og Guðlaugi Atlasyni
* Eyþór Árnason ljóðskáld.

Skemmtilegt kvöld framundan með þessum frábæru listamönnum.

Öll innkoma af tónleikunum er til styrktar Pieta Ísland – sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.