Geðveik guðsþjónusta sunnudaginn 8. október.

by Oct 6, 2017Blogg, Forsíðufrétt, Sunnudagurinn

Geðveik guðsþjónusta sunnudaginn 8. Október.
Næst komandi sunnudag verður geðveik guðsþjónusta hér í Laugarneskirkju kl. 11.
Guðsþjónustan er tileinkuð alþjóða geðheilbrigðisdeginum þann 10. Október.

Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Lísu organista og Þórður Árnason spilar á gítar.

Katla Ísaksdóttir flytur tónlist og deilir reynslu sinni.

Hjalti Jón Sverrisson leiðir stundina ásamt messuþjónum.

Sunnudagaskólinn á sínum stað í safnaðarheimilinu á sama tíma.

Kirkjudjús, kaffi og samvera í lokin.