Haustferð eldriborgara 12. október

by Oct 6, 2017Blogg, Forsíðufrétt

Haustferð eldriborgara 12. október 2017

Lagt verður af stað frá Laugarneskirkju kl. 13:15 og stefnt að heimkomu ekki síðar en kl. 18:00.

Ekinn verður Hvalfjarðarhringur og komið við í Brynjudal og Botnsdal.
Stoppað verður í Saurbæ þar sem sr. Kristinn Daníelsson mun taka á móti okkur og segja frá Hallgrími Péturssyni og kirkjustaðnum.
Kl. 16 áð á Hótel Glym þar sem við fáum kaffi og kökur. Leiðsögumaður er Jón R. Hjálmarsson, fyrrum fræðslustjóri og höfundur vegahandbókarinnar Þjóðsögur við þjóðveginn.
Sr. Davíð Þór Jónsson og Jónína Ólafsdóttir guðfræðingur hafa umsjón með ferðinni.

 

Innifalið í verði eru rútuferð, kaffiveitingar og leiðsögn.

Verð: kr. 3000

Velkomið að bjóða vinum með.

Skráning fer fram:
– í samveru 28. September
– Í síma kirkjunnar, 588 9422
– Hjá Jónínu í síma 867 0970.