Íhugunarguðsþjónusta 5.nóv. kl.20:00

by Nov 4, 2017Blogg

Sunnudagskvöldið 5.nóvember næstkomandi kl.20:00 verður haldin íhugunarguðsþjónusta í Laugarneskirkju.
Form þessar guðsþjónustu leggur áherslu á einfaldleika, biblíulega íhugun, þátttöku og kyrrð en fyrsta guðsþjónustan af þessum toga var haldin í Neskirkju í lok septembers síðastliðins, þá í tengslum við Kyrrðardaga í Borg.
Þessi gerð guðsþjónustu er líkleg til þess að höfða til þeirra sem þekkja til kyrrðarbænarinnar, en ekkert síður til allra þeirra sem hafa ekki iðkað kyrrðarbæn en vilja leita inn á við og mæta sjálfum sér og Guði í kyrrð.
Það er góð leið til að stíga inn í nýja viku.

Allir innilega velkomnir!