Alþingi heimsótt

by Feb 20, 2018Blogg, Dagskrá

Ás- og Laugarneskirkja skruppu með eldri borgurum í heimsókn í
Alþingi á fimmtudaginn var. Ferðin hófst með dýrindis hádegisverði í
Marshallhúsinu þar sem sýningarsalir Nýlistasafns, Kling og Bang og Ólafs
Elíassonar voru jafnframt þræddir. Ferðin var stórgóð og móttökur á
Alþingi til fyrirmyndar. Við færum Áskirkju bestu þakkir fyrir
stórskemmtilega ferð sem var svo sannarlega upphafið að áframhaldandi
samstarfi á þessum vettvangi.