Dagskrá eldriborgara

by Feb 6, 2018Blogg, Forsíðufrétt

Dagskrá eldriborgarastarfs Laugarneskirkju 2018

Starfið leiða Jónína Ólafsdóttir guðfræðingur og ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.
Formleg dagskrá hefst kl. 13:30 og lýkur um kl. 15:30

Samverustundirnar eru nú hvern fimmtudag og er fyrsta samvera fimmtudaginn 18. janúar.
Alla fimmtudaga eru kyrrðarstundir í kirkjunni kl. 12:00. Létt súpumáltið á kostnaðarverði í safnaðarheimilinu eftir stundina, kl. 12:30. Samveran hefst í beinu framhaldi og því upplagt að taka þátt í hvoru tveggja.

Dagskrá vormisseris 2018 má sjá hér að neðan: 

1. febrúar: Elísabet Þórðardóttir, organisti kynnir bókina Velkominn Þorri og sýnir þorraskraut. Við syngjum þorralög. 
8. febrúar
:
  Hjalti Jón Sverrisson, guðfræðingur kynnir áfallatækni. Grétar Örvarsson tónlistarmaður kemur í heimsókn og tekur nokkur lög.
15. febrúar: Ferð með Áskirkju í Alþingishúsið. Snæddur hádegisverður í Marshall húsinu. Skráning í síma kirkjunnar 588 9422 milli kl 10 og 14 og hjá Jónínu í síma 867 0970. Brottför frá Laugarneskirkju kl. 11:00.  Verð 2.500 kr.
22. febrúar: Jónína Ólafsdóttir, guðfræðingur:  Lífshlaup, trúarafstaða og baráttumál Ólafíu Jóhannsdóttur og Aðalbjargar Sigurðardóttur kvenréttindafrömuða.
1. mars: Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni: Bingó!
8. mars:  Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands flytur erindi. Við bjóðum Áskirkju í heimsókn til okkar.
15. mars: Þórarna Ólafsdóttir, lögfræðingur fjallar um réttarstöðu flóttabarna.
22. mars:  Henning Emil Magnússon, skólastjóri fjallar um Bob Dylan.
5. apríl:  Við erum boðin í heimsókn í Áskirkju. Mæting í Áskirkju kl. 13:00.
12. apríl:  Halldór Thorsteinsson, rithöfundur segir ferðasögu um Afríku.
26. apríl: Sigríður Arnardóttir (Sirrý), fjölmiðlakona segir frá Píeta Ísland, forvarnarsamtökum sem vinna gegn sjálfsvígum.
3. maí:  Vorferð – auglýst síðar
10. maí:Guðsþjónusta á degi aldraðra kl. 14:00. Messukaffi og samfélag.

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um einhverjar breytingar.

  • Allir velkomnir! Tilvalið að bjóða með sér gestum