Fjörug vika í Laugarneskirkju

by Feb 16, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Vikan var sérstaklega fjörug í Laugarneskirkju!
Foreldrafélag Laugarnesskóla, Laugarneskirkja og frístundaheimilið Laugarsel tóku höndum saman og héldu öskudagsskemmtun fyrir börnin í hverfinu. Raunar var stemmningin svo mikil að æskulýðsfulltrúinn náði ekki að taka myndir fyrr en að lokinni skemmtuninni þar sem ungleiðtogar kirkjunnar sátu saman og nutu þess að snæða saman eftir að hafa starfað hörðum höndum fyrir þau sem yngri eru. Á bolludaginn var boðið upp á bollur og Harðjaxlarnir okkar gengu skrefinu lengra og buðu fólki á ferðinni um hverfið upp á bollur sér að kostnaðarlausu. Þá var ógleymanleg ferð farin með hópinn í Krónuna þar sem var sungið í hverju skrefi, bókstaflega.
Í dag heldur æskulýðsfélagið Týrannus á febrúarmót ÆSKR í Vatnaskógi og mun þar verja helginni í góðra vina hópi.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað, kl.11:00 næstk. sunnudag. Þar erum við öll svo innilega velkomin!

Þá minnum við á síðu æskulýðsstarfsins á Facebook: Æskulýðsstarf Laugarneskirkju.