Kirkjuflakkarar heimsækja Dalbraut

by Feb 28, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Eitt það alskemmtilegasta sem kirkjuflakkarar gera er að heimsækja félagsheimilið á Dalbraut 18-20. Í síðustu viku, miðvikudaginn 21.febrúar, hélt hópurinn frá safnaðarheimili Laugarneskirkju og fór í góða heimsókn. Krakkarnir sungu fyrir fólkið lög á borð við Með bæninni kemur ljósið og Heyr mína bæn og sögðu fólkinu frá því hvað þeim þykir skemmtilegast að gera í leik og starfi. Ein besta leiðin til að hlúa að hinum ólíku kynslóðum er fólgin í því að færa kynslóðirnar nær hvor annarri. Þetta var frábær samverustund og tilhlökkun hjá öllum fyrir því að endurtaka leikinn sem fyrst.