Æskulýðsguðsþjónusta 11.03.2018

Næstkomandi sunnudag, 11. mars, munum við eiga samfélag í Laugarneskirkju þar sem æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar verður haldinn sérstaklega hátíðlegur.
Skólahljómsveit Austurbæjar mun koma fram og flytja nokkur lög og þá munu fleiri ungmenni úr hverfinu koma að tónlistinni og helgihaldinu með virkum hætti. Unga fólkið okkar verður því í aðalhlutverkum í þessari guðsþjónustu.
Guðspjall sunnudagsins er frásögnin af því þegar Jesús mettar fjöldann. Það viðeigandi frásögn, þar sem hún fjallar um næringu andans sem margfaldast þegar við gefum af okkur áfram. Hér í Laugarneskirkju erum við svo rík af því að fá í viku hverri ungmenni á öllum aldri, sem koma hingað gagngert til þess að gefa af sér í einlægu vinasamfélagi.
Það er dýrmætt og því ber að fagna. Það er nákvæmlega það sem við munum öll gera saman næstkomandi sunnudagsmorgun kl.11:00.
Verum innilega velkomin!