Gospelkvöld í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, mánudagskvöldið 12.03.2018

by Mar 12, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

,,Enn syngur áttræður
unglingur síglaður
ljóð sín í léttum dúr
leikinn sem trúbadúr”

Orðin hér að ofan eru fengin úr nýju lagi frá tónlistarmanninum Teiti Magnússyni, sem er einn þeirra sem kemur fram á Gospelkvöldi í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, í kvöld kl.20:00.
Þau verða mörg ljóðin sem sungin verða í léttum dúr, það verður að venja glatt á hjalla.
Auk Teits koma fram þau Kristján Hrannar, Elísabet Þórðardóttir og Þórður Árnason.
Sr. Davíð Þór og Hjalti Jón leiða stundina ásamt fleiri góðum Há-körlum og konum.

Allir velkomnir!