Ferð eldri borgara til Vestmannaeyja, þann 3. maí 2018
Dagskrá til viðmiðunar:
- Mæting kl. 07:00 við Laugarneskirkju
- Brottför kl. 07:15 frá kirkjunni
- Brottför Herjólfs úr Landeyjarhöfn kl: 09:45
- 10:15 nestispása í eyjunni
- 11:00 mæting í Landakirkju eða við Stafkirkjuna
- 12:00 Hádegisverður á Einsa kalda
- 13-14:30 keyrt um eyjuna og merkir staðir skoðaðir. Ef fólk vill fara í Eldheima er velkomið að gera það en sá miði er ekki innifalinn í verði og kostar 1800 kr.
- 15 mæting aftur að bryggju og brottför 15:30
- Komið í land kl. 16:05 og keyrt með einhverju stoppi aftur til Reykjavíkur
- Áætluð koma við Laugarneskirkju kl. 18:00
Innifalið í verði er rútuferð, miði í Herjólf, hádegisverður á Einsa kalda og leiðsögn sr. Viðars Stefánssonar prests í Vestmannaeyjum
Verð á mann kr. 9000 kr.
Fararstjóri: Jónína Ólafsdóttir, guðfræðingur.
Skráning fer fram í eldri borgara starfinu alla fimmtudaga kl. 13:30 í Laugarneskirkju og á opnunartíma skrifstofunnar, milli kl. 10 og 14 þriðjudaga til föstudaga í síma 588 9422