Fjölskylduguðsþjónusta 29. apríl

by Apr 26, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Unga fólkið í kirkjunni okkar mun láta til sín taka sunnudagsmorguninn 29.apríl næstkomandi í Laugarneskirkju, þegar við komum saman kl.11:00 í fjölskylduguðsþjónustu.
Að stundinni lokinni munu ungmenni úr æskulýðsfélaginu okkar, Týrannus, bjóða til sölu góðgæti á sanngjörnu verði en ágóðinn mun renna allur óskertur til Hjálparstarfs Kirkjunnar og verða nýttur til að styðja börn í landinu til skemmtilegra verka yfir sumartímann.

,,Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36 nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín. 
37 Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38 Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39 Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?40 Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.”
(Matt.25:35-40)