Sorgarhópastarf í safnaðarheimili Laugarneskirkju

by Apr 3, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Stuðningshópur fyrir fólk sem misst hefur einhvern vegna fíknar fer af stað mánudaginn 9.apríl næstkomandi í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 20.00.

Ný dögun býður nú upp á stuðningshóp sem er sérstaklega ætlaður þeim sem hafa misst beint eða óbeint af völdum fíknar, áfengis- eða vímuefnafíknar, hvort sem það er barn, systkini, maki eða annar nákominn. Úrvinnsla aðstandenda eftir slíkan getur m.a. snúið að langvinnum erfiðum samskiptum við fíkilinn, auk þess að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir.

Skráning og nánari upplýsingar veitir Hrannar Már Sigrúnarson hrannarmars@gmail.com s.6187825