Laugarnes á ljúfum nótum 27. maí og upphitun 26. maí

by May 22, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Við komum saman á Kaffi Laugalæk til að hita okkur upp fyrir hverfishátíðina Laugarnes á ljúfum nótum, laugardaginn 26. maí, kl.15:00 – 17:00.
Fram koma:
Anna Fanney
Lára og Matthildur
Klarinetthópur Skólahljómsveitar Austurbæjar
Keppendur úr stóru upplestrarkeppninni
… og fleira til!

Hverfishátíðin Laugarnes á ljúfum nótum verður haldin 27.maí við Laugarneskirkju milli kl.14:00-16:00.
Hoppukastalar, pylsur, vöfflur, lifandi tónlist, myndlistarsýningar, fjölskyldumyndabás og fleira stórskemmtilegt.
Eitthvað fyrir alla í þorpinu okkar sem hvílir í hjarta borgarinnar.
Verum öll hjartanlega velkomin!