Útiguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða, 17. júní

by Jun 13, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Sameiginleg útiguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða á lýðveldisdaginn, 17. júní kl. 11 við íhugunarbrautina í Rósagarðinum í Laugardal. Hjalti Jón Sverrisson mag. theol. prédikar.
Séra Sigurður Jónsson þjónar. Félagar úr Kór Áskirkju syngja undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista Áskirkju.

Aðkoma að staðnum er annars vegar frá Sunnuvegi um heimreiðina að gróðrarstöðinni í Laugardal, og hins vegar frá bílastæði Vinagarðs við Holtaveg eftir göngustíg sem liggur til vesturs frá stæðinu.

Allir velkomnir.