Bæna og íhugunarguðsþjónusta 19. ágúst

by Aug 16, 2018Blogg, Forsíðufrétt, Fréttir

Að kvöldi sunnudagsins 19. ágúst verður bæna og íhugunarguðsþjónusta í Laugarneskirkju klukkan átta. Það verður hugljúf stund þar sem við sækjum kyrrð og frið að kvöldi dags með bæn, tilbeiðslu og rólegum sálmum. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar og Elísabet Þórðardóttir er organisti.

Verið hjartanlega velkomin.