Á sunnudagskvöldið verður fjölskylduguðsþjónusta klukkan 20:00. Þá verða fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin, Hjalti Jón Sverrisson guðfræðingur flytur hugvekju, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar og Arngerður María Árnadóttir spilar. Á eftir verður boðið upp á kvöldkaffi í safnaðarheimilinu og verður sú stund nýtt til að spjalla um komandi vetur í fermingarfræðslunni.
Stundin er opin öllum, verið hjartanlega velkomin