Messa og sunnudagaskóli klukkan 11

by Aug 30, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Sunnudaginn 2. september hefst haust rútínan af krafti í Laugarneskirkju með messu klukkan 11 og fyrsta sunnudagaskóla vetrarins. Félagar úr kór Laugarneskirkju leiða sálmasöng undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn hefst inni í kirkju og færist svo í safnaðarheimilið og Hjalti Jón, Emma og Gísli leiða sunnudagaskólann.

Eftir messu og sunnudagaskóla verður að venju samfélag í safnaðarheimili Laugarneskirkju með kaffi, djús og léttri hressingu

Við hlökkum til að sjá ykkur! Verið hjartanlega velkomin