Regnbogamessa á sunnudagskvöldið 12. ágúst

by Aug 8, 2018Blogg, Forsíðufrétt, Fréttir

Nú hefur Laugarneskirkja opnað dyr sínar aftur eftir sumarleyfi og hún er að fyllast af lífi. Í tilefni af Reykjavík Pride verður lágstemd regnbogamessa sunnudagskvöldið 12. ágúst kl. 20:00. Séra Stefanía Steinsdóttir prestur í Glerárkirkju á Akureyri predikar, séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar og organisti er Arngerður María Árnadóttir.

Verið hjartanlega velkomin.