Æskulýðsstarf í september

by Sep 12, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Kæru íbúar í Laugarnessókn.
Aðstæður æskulýðsstarfsins okkar í Laugarneskirkju verða um margt sérstakar og óvanalegar í september.
Við reynum þó að sjá tækifærin í stöðunni og munum keppast við að bjóða upp á öflugt og skapandi æskulýðsstarf nú sem fyrr.

Í september verður dagskrá sem hér segir: 
* Æskulýðsfélagið Týrannus (8.b.+) – safnaðarheimili Áskirkju, öll fimmtudagskvöld kl.19:30 – 21:30.

* Kirkjuprakkarar (1.-2.b.) – Íþróttahús Laugarnesskóla kl.14:00 – 15:30, sunnudaginn 16.09. Skráning: hjaltijon@laugarneskirkja.is
* Kirkjuflakkarar (3.-4.b.) – Íþróttahús Laugarnesskóla kl.15:30 – 17:00, sunnudaginn 16.09. Skráning: hjaltijon@laugarneskirkja.is

* Leiklistarsmiðja (5.-7.b.) með leikstjóranum og leikaranum Pétri Ármannssyni – Íþróttahús Laugarnesskóla kl. 14:00 – 17:00, laugardaginn 22.09. Skráning:
hjaltijon@laugarneskirkja.is

* Árlegt keppnismót Laugarnessóknar í Eina krónu fyrir mér 1, 2 og 3! – við Laugarneskirkju, sunnudaginn 23.09.

Enn má vera að bætist við – við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með!

Guðsþjónustur og sunnudagaskóli verða á sínum stað í Laugarneskirkju, hvern sunnudag mánaðarins.

Allar fyrirspurnir, hugmyndir og ábendingar í tengslum við æskulýðsstarf Laugarneskirkju eru ávallt vel þegnar, ekki hika við að hafa samband: hjaltijon@laugarneskirkja.is.