Fjölskylduguðsþjónusta og Eina krónu mót

by Sep 19, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Verið velkomin í fjölskylduguðsþjónustu á sunnudaginn klukkan 11. Það verður líf og fjör, sr. Eva Björk, Hjalti Jón, Gísli, Keli, Rebbi og Gabríel engill þjóna. Rebbi veltir fyrir sér hversu mikilvægt það er að vera prúður í sunnudagaskólanum og Eva flytur hugvekju. Nemendur úr Tónskóla Sigursveins spila nokkur lög. Fermingarbörn og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.

Eftir fjölskylduguðsþjónustu er það …

,,Eina króna fyrir mér, 1, 2 og 3!”
Oft á ári hverju heyrast þessi orð hrópuð um Laugarneshverfi frá fánastönginni við Laugarneskirkju. Nú er komið að því að halda opið mót í leiknum sívinsæla.