Hvert er æðst allra boðorða?

by Sep 28, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Verið hjartanlega velkomin í messu og sunnudagaskóla klukkan 11. Í guðspjalli dagsins spyr fræðimaður Jesús, Hvert er æðst allra boðorða? Félagar úr kór Laugarneskirkju leiða sálmasöng undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna til fátækra. Sunnudagaskólinn er í umsjón Hjalta, Gísla og Kela. Kaffi í safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir. Þá verður Helgistund á í Hátúni 12 klukkan 13:00. 

Mynd: Frans Van Heerden