Geðveik messa

by Oct 3, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Öll þurfum við að huga að andlegri heilsu, mæta eigin brestum og byggja okkur upp til þess að mæta verkefnum lífsins. Í tilefni af alþjóða geðverndardeginum verður Geðveik messa í Laugarneskirkju kl 11. Við beinum sjónum okkar að kulnun í starfi, Halldóra Eyjólfsdóttir sjúkraþjálfi miðlar af reynslu sinni í hugvekju og Elísabet Gísladóttir djákni og lýðheilsufræðingur leiðir okkur í einfalda kærleiksbæn í virkri íhugun, sr. Eva Björk Valdimardóttir þjónar. Tónlistarflutningur er í höndum Nathalíu Druzin Halldórsdóttur og Arngerðar Maríu Árnadóttur. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Garðars, Emmu og Gísla. Messu kaffi og gefandi samfélag í safnaðarheimili á eftir.