Samvera með eldriborgurum í Áskirkju

by Oct 24, 2018Blogg, Forsíðufrétt

Samvera með eldri borgurum Laugarnesprestakalls

Á morgun fimmtudag, er eigum við sameiginlega stund með eldriborgurum í Ássókn.
Starfið hefst klukkan 12:00 með helgistund í Áskirkju.
Þá er hádegisverður í safnaðarheimili og opið hús þar sem Séra Sigurjón Árni Eyjólfsson kemur og spilar, syngur, skemmtir okkur og fræðir.
Að venju endum við stundina með söngstund í umsjón organista.
Hádegisverðurinn kostar 1000 krónur.

Allir velkomnir og tilvalið að taka með sér gesti.