Styrktarátak – Öruggt skjól. Opinn fundur í safnaðarheimili Laugarneskirkju, 30. október.

by Oct 29, 2018Blogg

Þriðjudagskvöldið 30. október verður boðið upp á samveru í safnaðarheimili Laugarneskirkju til að kynna styrktarátak. Allir velkomnir.
Frekari upplýsingar hér fyrir neðan.

Nú reynir á náungakærleikann! // (English below)

Kona frá stríðshrjáðu landi er stödd hér á landi eftir ferðalag í gegnum Tyrkland og Grikkland. Börnin hennar fimm eru öll stödd í heimalandinu og hefur hún ekki séð þau í sex ár. Börnin dveljast með hópi annarra barna sem flest eru munaðarlaus og höfðu þau ekki gengið í skóla að neinu ráði þar til í haust þegar þessari hugdjörfu konu tókst með hjálp guðs og góðra aðila að verða þeim úti um öruggara húsnæði á stað þar sem þau geta gengið í skóla. Börnin eru fimmtíu og sjö talsins og eru í umsjá kvenna auk aldraðara og slasaðra einstaklinga. Fólkið er samtals 92 talsins. Fólkið hefur fengið vilyrði um að mega dveljast í húsnæðinu þar til í lok ágúst á næsta ári, en einungis hefur tekist að fjármagna húsaleigu út desember. Við erum í leit að fólki sem er reiðubúið að styrkja verkefnið. Margar hendur vinna stórt verk og það munar líka um litlar upphæðir!

Við bjóðum öllum sem vilja að koma saman í safnaðarheimili Laugarneskirkju á þriðjudagskvöldið kl. 20. Þar getið þið að fengið að kynnast þessari ótrúlegu konu og mun hún segja sögu sína. Stuðningsaðili hennar frá Sambandi Íslenskra Kristniboðsfélaga mun sömuleiðis greina frá aðstæðum.

Við munum bjóða upp á kaffi og te og hugsanlega tónlist ef vel tekst með skipulag.

Fyrir þá sem vilja styrkja málefnið en komast ekki á fundinn má leggja inn á þennan reikning sem er á vegum SÍK: Reikningsnúmer: 0117-26-009000 Kennitala: 550269-4149. Vinsamlegast skrifið hepzibah eða Sýrland í tilvísun!

Ef þið viljið frekari upplýsingar get ég sent ykkur þær í tölvupósti, en öryggis hennar vegna gefum við ekki upp frekari upplýsingar á samfélagsmiðlum. katla.isaksdottir@gmail.com

Endilega látið orðið berast!

Kærleikskveðjur!

Dear friends!

We invite you to come to the downstairs area of Laugarneskirkja on Tuesday evening at eight o’clock to meet with a truly amazing woman who has come from a war torn country far away. For the sake of her security we cannot give out all the information on social media. Her children are still in the home country with 52 other children and thirty five adults, many of them wounded or elderly. Our courageous friend felt a strong calling to help all the people move to a safer area and help the children start going to school again. The people are currently as safe as they can be although living in a dangerous place. What we need is help to pay for the housing during the eight months from January-August 2019. Any little amount helps! Whether or not you are able to help we welcome you to come to the meeting to get introduced to this important project and hear the story of this woman who has such a big responsibility on her hands.

We might be able to play some music and we certainly will offer some coffee and tea.

If you’d like to help but cannot come to the meeting here is the bank information, and please mark the gift hepzibah or Syria !

Reikningsnúmer: 0117-26-009000

Kennitala: 550269-4149

Also, if you’d like some further information it can be emailed to you: katla.isaksdottir@gmail.com

Please spread the word!