Sunnudagurinn 14. október

Verið velkomin í messu og sunnudagaskóla klukkan 11. Félagar úr Kór Laugarneskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista og prestur kvennakirkjunnar, sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir þjónar. Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum, umsjón Anna Sigga, Garðar og Keli. Samfélag og kaffisopi í safnaðarheimili eftir messu.