Tölum um fyrirgefningu

by Oct 25, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Verið velkomin í messu og sunnudagaskóla klukkan 11. Í guðspjalli sunnudagsins talar Jesús um fyrirgefningu og við ætlum að velta fyrir okkur hvort hann sé að segja okkur að fyrirgefa öllum allt. Er fyrirgefningin skilyrðislaus? sr. Eva Björk Valdimarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari og félagar úr kór Laugarneskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Sunnudagskólinn er í höndum Hrafnkells, Emmu og Gísla. Boðið verður uppá kaffi í safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir. Þá verður Helgistund á í Hátúni 12 klukkan 13:00.