Fjölskyldu stöðvamessa á sunnudaginn

by Nov 8, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Verið velkomin í fjölskyldu stöðvamessu á sunnudaginn klukkan 11!

Hvað er stöðvamessa spyrjið þið?

Í stöðvamessu er venjulegt upphaf en svo fær fjölskyldan að ganga um kirkjuna og fara á mismunandi stöðvar þar sem hægt er að kveikja á kerti, skrifa bæn fá, fá krossmark með vígðu vatni á ennið og margt fleira. Þá kemur Gídeonfélagið líka og gefur Nýja testamenntið.

Það verður líf og fjör, sr. Eva Björk, Arngerður, Emma og Gísli, taka vel á móti kirkjugestum. Skemmtileg samvera fyrir alla aldurshópa. Ungleiðtogar og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Boðið verður upp á hressingu eftir stundina í safnaðarheimili kirkjunnar. Þá verður helgistund í Hátúni 12 klukkan 13.