Innsetningarmessa Hjalta Jóns

by Nov 1, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Innsetningarmessa sr. Hjalta Jóns verður sunnudaginn 4.nóvembar kl.11:00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur nývígðan sr. Hjalta Jón Sverrisson inn í embætti Laugarneskirkju, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir aðstoðar, sr. Hjalti Jón predikar og sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari ásamt Hjalta. Konráð Óskar Kjartansson flytur lag. Kirkjukór Laugarneskirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Að athöfninni lokinni býður sóknarnefnd uppá kaffi og konfekt safnaðarheimili Laugarneskirkju og Kvenfélag Laugarneskirkju heldur sinn árlega kökubasar. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Emmu, Gísla og Garðars.