Messa með lögreglukórnum

by Nov 16, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Verið hjartanlega velkomin í messu og sunnudagaskóla klukkan 11. Í guðspjallstexta dagsins segir Jesús ,,Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld”. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn er í umsjón Hjalta, Gísla og Emmu. Boðið verður upp á kaffi í safnaðarheimili Laugarneskirkju eftir messu.