Sparifatasöfnun & messa, sunnudaginn 25. nóvember

by Nov 22, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Sunnudaginn 25. nóvember næstkomandi fer af stað sparifatasöfnun Laugarneskirkju, þar sem tekið verður á móti góðum og klæðilegum flíkum sem þrá endurnýjun lífdaga.
Eru börnin vaxin upp úr gömlu jólafötunum? Er komin tími á að fína skyrtan eða flotti kjóllinn finni nýtt heimili?
Öllu sem safnast verður komið til Hjálparstarfs kirkjunnar, en þangað geta allir komið sem vantar föt.

Tekið verður á móti fötunum í safnaðarheimili Laugarneskirkju sunnudagana 25. nóv., 2. des. og 9. des. frá kl. 10 – 13.

Sama dag, sunnudaginn 25. nóvember, verður messa og sunnudagaskóli í Laugarneskirkju kl.11. Séra Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar og félagar í kór Laugarneskirkju leiða sálmasöng undir stjórn Lísu organista. Sunnudagaskólinn er í umsjón Garðars, Gísla og Emmu.
Kaffi í safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir.
Sunnudagurinn 25. nóv. er síðasti sunnudagur kirkjuársins og söfnuðurinn mun fagna í sameiningu þessum áramótum með því að horfa yfir farinn veg með það fyrir augum að sjá hvað í lífinu við viljum rækta áfram… og hverju við erum tilbúin til að sleppa takinu af.
Dýrmætt samfélag, allir velkomnir.