Aftansöngur á aðfangadag kl. 18

by Dec 22, 2018Blogg, Dagskrá

 Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“
Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu:
Dýrð sé Guði í upphæðum
og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.

Aftansöngur á aðfangadag jóla

Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Elma Atladóttir syngur einsöng og Þórður Hallgrímsson leikur á trompet. Prestar eru sr. Hjalti Jón Sverrisson og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir sem predikar.

Verið hjartanlega velkomin