Jólaball, helgistund og aðventubíó

by Dec 5, 2018Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Á sunnudaginn verður glatt á hjalla í Laugarneskirkju. Eftir stutta helgistund í kirkjunni kl. 11 förum við niður í safnaðarheimilið og höldum jólaball. Það verður mikið sungið og sprellað og að sjálfssögðu koma jólasveinar í heimsókn. sr. Eva Björk og sr. Hjalti Jón þjóna, félagar úr kór Laugarneskirkju leiða söng undir stjórn Arngerðar Maríu organista. Þetta er síðasti sunnudagurinn til að koma með föt í jólafatasöfnun Laugarneskirkju og Hjálparstarfsins. Boðið verður uppá Svala, kaffi og smákökur.

Það verður helgistund í Hátúni 12 klukkan 13, sr. Eva Björk og Arngerður þjóna.

Síðar, sama dag, verður boðið upp á aðventubíó fyrir alla fjölskylduna í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl.14. Hjalti Jón hefur umsjón með verkefninu ásamt ungleiðtogum.
Popp & kirkjudjús í boði. Þá er líka boðið upp á liti og föndur á meðan á samverunni stendur.
Verið hjartanlega velkomin!