Kæru vinir

Mánudagskvöldið 17.desember kl. 20 verður jólagospelkvöld í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Stundin hefst kl.20:00.
Tónlist verður í hávegum höfð og unga tónlistarfólkið okkar úr hverfinu mun koma fram og leika við hvern sinn fingur. Sérstakt jólalagaband kemur fram, en Kristján Hrannar mun leiða hópinn í samspili- og söng.
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju, mun að þessu sinni vera með hugvekju.

Allir velkomnir til að taka þátt í þessu gleðilega samfélagi!