Fjölskyldumessa 27. janúar 2019

by Jan 22, 2019Blogg, Forsíðufrétt

Sunnudaginn 27. janúar verður fjölskyldumessa í Laugarneskirkju í umsjá sr. Davíðs Þórs Jónssonar og sr. Hjalta Jóns Sverrissonar. Helgihaldið verður við hæfi allra kynslóða og tónlistin af því tagi að allir ættu að geta sungið með. Stundin verður einnig notuð til að segja frá og kynna það fjölbreytta starf fyrir alla aldurshópa sem fram fer á vegum Laugarneskirkju. Eftir messuna verður nærandi samvera í safnaðarheimili kirkjunnar.