„Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir.“ – Guðsþjónusta & sunnudagaskóli 3. febrúar. 2019

by Jan 31, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Sunnudaginn 3.febrúar verður guðsþjónusta í Laugarneskirkju kl.11:00.
sr. Hjalti Jón leiðir þjónustuna ásamt messuþjónum, Arngerður María leiðir tónlistina ásamt kirkjukór Laugarneskirkju.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað en umsjón með honum hafa þau Emma, Garðar og Gísli. Þá er aldrei að vita nema trúðurinn Gunnar, Rebbi refur og aðrir góðir gestir líti við í heimsókn.

Gefandi samfélag í messukaffinu eftir stundina.
Verið hjartanlega velkomin!

Sunnudaginn næsta ætlum við að velta fyrir okkur hvar og hvernig við finnum hugrekki, öryggi og traust til þess að mæta áskorunum lífsins og kvíðanum sem allir geta kynnst.
Það langar engan til þess að drukkna, en það geta ekki allir hugsað sér að ganga á vatni. Í þessu samhengi könnum við persónu Péturs og hvernig hann og lærisveinarnir hafi unnið með reynsluheim sinn og sögu.