Bjargráð í sorg – lífið eftir áföll

by Feb 5, 2019Blogg, Forsíðufrétt, Fréttir

Bjargráð í sorg – lífið eftir áföll.
Fyrirlestur í safnaðarheimili í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20:00

Auk Nýrrar dögunar standa Birta landssamtök, Ljónshjarta og Gleym mér ei að viðburðinum sem verður í safnaðarheimili Laugarneskirkju 5. feb. kl. 20:00
Hvað gerist eftir áfall? Ertu að missa stjórn á skapinu þínu, upplifa karakter breytingu?Minna sjálfstraust? Lítill svefn? Lítil matarlyst? Auknir verkir? Minna þol? Ertu dofin/n? Upplifir þú þig langt niðri? Ertu að fá kvíðaköst?
Á þessum fyrirlestri Sigurbjargar hjá Lausninni verður kennt hvernig vinna á með hugsanir og tilfinningar eftir áföll.
Kenndar verða æfingar til að losa spennuhlaðnar minningar, komast í jafnvægi aftur, finna meiri gleði og slökun.