,,Áður en hani galar í dag …” – Messa í Laugarneskirkju 10.mars 2019

by Mar 7, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir


Sunnudaginn 10.mars verður guðsþjónusta í Laugarneskirkju kl.11:00. 
sr. Hjalti Jón leiðir þjónustuna ásamt messuþjónum, Arngerður María leiðir tónlistina ásamt Kammerkór Reykjavíkur.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og er óhætt að lofa miklu fjöri þar!

Gefandi samfélag í messukaffinu eftir stundina. 
Allir velkomnir.

Á sunnudaginn munum við velta fyrir okkur afneituninni; hve sterkt afl hún getur reynst í lífum okkar og illviðráðanleg.
Nú er föstutíminn genginn í garð. Þá er kjörið að horfa inn á við og spyrja sig hvaða hliðar sjálfsins liggja óhreyfðar og ókannaðar. Það krefst hugrekkis að mæta sér, við ræktum það hugrekki saman í helgihaldinu næstkomandi sunnudag.

Deila: