TTT mót ÆSKR 15.-16.mars

by Mar 5, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Æskulýðsmót TTT starfsins á höfuðborgarsvæðinu verður haldið í Vatnaskógi 15.-16. mars.
Óðamálafélag Laugarneskirkju (10-12 ára) ætlar að sjálfsögðu að taka þátt í ævintýrinu.

Á mótinu er skemmtileg dagskrá sem getur höfðað til allra árganga; ratleikur, kvöldvaka, hoppukastalar og leikir í íþróttahúsi, helgistund og margt fleira í boði.

Brottför er frá Árbæjarkirkju föstudaginn 15. mars kl.17:00 og áætluð heimkoma á sama stað, laugardaginn 16.mars kl.14:30.
Mótsgjald er kr. 7.500 og innifalið er gisting, matur, ferðir og skipulögð dagskrá.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Hjalti Jóni í s. 8492048 eða í gegnum tölvupóst: hjaltijon@laugarneskirkja.is